Uppbyggingarsjóður Vestfjarða: styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar

Fyrir helgina var tilkynnt um styrkveitingar Uppbyggngarsjóðs Vestfjarða fyrir næsta ár. Til atvinnuþróunar og nýsköpunar var varið 17,6 m.kr. sem skiptist á 17 verkefni:

425 ehf. – Villt að vestan; sauðkindin – 300.000
Styrkur fyrir sérhæfðri færanlegri mjaltarvél fyrir sauðkindur og þróun á notkun hennar

Brendan Michael Kirby – Vestfirðir Klifur – 400.000
Í verkefninu Vestfirðir Klifur er áformað að útbúa upplýsingahandbók með allar þekktu klifurstaðsetningarnar á Vestfjörðum.

Rozálie Rasovská – Ayurvedic wellness center in the Westfjords – 500.000
Verkefnið sem miðar að því að kynna Ayurvedic heilsufræði á Vestfjörðum.

Gamla Pósthúsið ehf. – Gamla Pósthúsið Súðavík – Menningarmiðstöð og afþreying – 650.000
Markaðs og viðskiptaáætlun auk vefsíðugerð

The Fjord Hub ehf. – Framtíðin er reiðhjól – 750.000
Styrktur fyrir þróun markaðsefnis og gerð vefsíðu.

Galdur Brugghús ehf. – fyrir Export and competing at international level – 750.000
Styrkurinn er fyrir alþjóðamarkað og felst í hönnun á markaðsefni og sýningarbás

EGG Ráðgjöf ehf. – Vinnsla grjótkrabba – 750.000
Viðskipta og fjárfestingaráætlun vegna vinnslu grjótkrabba

Íris Ösp Gunnarsdóttir – Bollafaktorían – 800.000
Vöruþróun bolla úr ísfirskum leir.

Sheep Trail Adventures ehf. – Sheep Trail Adventures Topography Maps and Leaflets – 900.000
Styrkur fyrir gerð leiðarkorta og kynningarefnis fyrir Súgandafjörð.

Úr sveitinni ehf. – Virðisaukning ærkjöts – 1.000.000
Verkefnið snýr að virðisaukandi framleiðslu vara úr ærkjöti sem ýmist hafa verið lítt sýnilegar eða ekki til.

Fantastic Fjords ehf. – Vestfjarðaréttir – borðspil – 1.000.000
Hanna, þróa og framleiða borðspil um Vestfjarðaleiðina.

Níelsdætur sf. – Eldblóma Elexir – hinn íslenski spritz – 1.300.000
Þróun verkferla á Vestfjörðum vegna Eldblóma Elexir

S20 ehf. – Norðurfjara Menningarmiðstöð – 1.500.000
Um er að ræða þarfagreingu vegna menningarmiðstöðvar á Hólmavík

Sigurður Halldór Árnason – fyrir verkefnið 66°N Hemp: Cultivars, protein, oil and dairy alternatives. – 1.500.000
Ræktun Hamp afbrigði til matvælaframleiðslu sem getur þrifist vel við íslenskar aðstæður.

Fine Foods Íslandica ehf. – Marketing plan for sustainably grown seaweed products – 1.500.000
Styrkur fyrir markaðsáætlun Fine Foods Íslandica sem er frumkvöðlafyrirtæki í þangi

Skíðafélag Strandamanna – Vetrarviðburðaparadís á Ströndum – 2.000.000
Styrkur vegna verkefnastjórnar hjá Verkefni SFS til að efla viðburðahald og afþreyingu á sviði vetrar tómstunda.

Tinna Rún Snorradóttir – Gufubað við Pollinn – 2.000.000
Fyrir hönnun og undirbúning Gufubaðs við Pollinn á Ísafirði.

Fagráð atvinnuþróunar og nýsköpunar fór yfir umsóknir og ákvað hvaða verkefni fái styrk og úthlutunarnefnd ákvað fjárhæð styrksins.

Í fagráði atvinnuþróunar og nýsköpunar eru:

Tinna Ólafsdóttir, Ísafjarðarbæ
Jónas Snæbjörnsson, Vesturbyggð
Þorgeir Pálsson, Strandabyggð
Hólmfríður Einarsdóttir, utan svæðis – formaður

Í úthlutunarnefnd eru:

Kristján Þór Kristjánsson, Ísafjarðarbæ, formaður
Friðbjörg Matthíasdóttir, Vesturbyggð
Arnlín Óladóttir, Kaldrananeshreppi
Formaður fagráðs menningar Elsa Arnardóttir
Formaður fagráðs nýsköpunar Hólmfríður Einarsdóttir

DEILA