Fyrr í kvöld féllu aurskriður á Eyrarhlíð og í Bjarnadal í Önundarfirði.
Búið er að hreinsa veginn á Eyrarhliðinni og er vegurinn opinn. Hins vegar er lokað í Önundarfirði upp á Gemlufallsheiðina og er verið að meta aðstæður að sögn Vegagerðinnar.
Þá er vegurinn yfir Dynjandisheiði lokaður vegna hálku.
Lögreglan á Vestfjörðum segir í tilkynningu í kvöld að þrátt fyrir að þessir vegir verði áfram opnir sé ekki hægt að útiloka frekari flóð úr hlíðunum. Vegfarendur eru hvattir til að aka ekki þessa vegi nema brýn nauðsyn. Fara þá með gát.
Þetta á við um alla vegi sem liggja undir bröttum hlíðum á Vestfjörðum.