Ísafjörður: jólaskógur í Tungudal í dag

Jólatrjáasölur hjá skógræktarfélögunum eru nú að fara í gang og þau fyrstu byrjuð. Nú um helgina verða nokkur félög með sölu.

Skógræktarfélag Ísafjarðar verður með jólaskóg í Tungudal laugardaginn 7. desember kl. 13-15.

Laugardaginn 7. desember frá kl. 1 til 3 eftir hádegi býðst fólki að koma að skógræktarreit ofan Bræðratungu og höggva sér jólatré.
Boðið verður upp á kakó og smákökur.  Endilega komið með eigin bolla fyrir kakóið

Munið eftir að taka með sög!

Verð kr. 7000; í reiðufé eða lagt inn á reikning
Með jólakveðju úr skóginum 🎄

DEILA