Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar

Árleg jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar undir yfirskriftinni „Hjálpumst að heima og heiman“ er hafin og er nú í fullum gangi.

Utan Reykjavíkur er aðstoðin veitt í góðri samvinnu við Hjálpræðisherinn, Rauða krossinn, mæðrastyrksnefndir og kirkjusóknir vítt og breitt um landið og með frábærum stuðningi frá einstaklingum, félögum og fyrirtækjum.

Bjarni Gíslasona framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar hvetur söfnuði landsins til að minna fólk á að taka þátt í söfnuninni og nýta öll tækifæri sem gefast til að taka þátt í söfnuninni.

Opnað var fyrir umsóknir um jólaaðstoð á netinu 21. nóvember.

Lokað verður fyrir netumsóknir þann 10. desember.

Opnað verður að nýju fyrir almennar umsóknir um neyðaraðstoð á netinu 8. janúar.

Prestar og djáknar í dreifbýli hafa milligöngu um aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar við einstaklinga jafnt sem barnafjölskyldur en á svæðum þar sem aðrar hjálparstofnanir starfa einskorðar Hjálparstarfið aðstoðina við efnalitlar barnafjölskyldur.

DEILA