Ný rannsókn: engin mælanleg áhrif laxeldis á lúsagengd á villtum laxi

Breski vefurinn SalmonBuisness.com greindi frá því á þriðjudaginn að ný rannsókn í Bresku Kólómbíu á Kyrrahagsströnd Kanada hefði sýnt að engin mælanleg áhrif væru af laxeldi í sjókvíum á lúsagengd á villtum laxi. Er það í andstöðu við það sem lengi hefur verið haldið fram að banna við sjókvíaeldi myndi draga úr lúsum á villtum laxi og vera til hagsbóta fyrir hann.

Rannsóknin leiddi í ljós að fjöldi lúsa á villtum laxi hefði haldist mjög svipað eftir að laxeldiskvíum á tilteknu svæði sem var til rannsóknar var lokað. Viðbótarrannsóknar Salmon Coast Research Station sem birtar voru í vikunni hefðu sýnt óverulegar breytingar á lúsaálagi.

Þessar rannsóknir eru í takt við niðurstöður rannsókna í Noregi, sem greint var frá fyrr á þessu ári í Reviews in Aquaculture. Þar voru niðurstöðurnar að lúsaálag í eldiskvíum hefðu ekki mælanleg áhrif á villta laxastofna.

Haft er eftir Simon Jones sem er vísindamaður hjá Fisheries and Oceans Canada (DFO), opinberri stofnun í Kanada sem fer með málefni hafs og vatns að þetta væri mikilvæg niðurstaða sem þýddi að afla þyrfti frekari skýringa á þeim atriðum sem hafa áhrif á villta laxastofna.

Samtök laxeldisbænda í Bresku Kólombíu í Kanada hafa af þessu tilefni áréttað nauðsyn þess að nýta vísindin til þess að þróa atvinnugreinina.

DEILA