Forseti Íslands: felur Kristrúnu Frostadóttur umboð til stjórnarmyndunar

Kristrún á Ísafirði fyrir skömmu.

Forseti Íslands Halla Tómasdóttir sendi fyrir skömmu frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að Kristrúnu Frostadóttur hefur verið falið umbboð til stjórnarmyndunar:

„Eftir samtal okkar á þeim fundi hef ég falið Kristrúnu Frostadóttur umboð til stjórnarmyndunar. Kristrún hefur tjáð mér að hún hafi nú þegar átt samtöl við formenn annarra flokka sem einnig hafa upplýst mig um að þeir séu reiðubúnir til formlegra viðræðna um myndun nýrrar ríkisstjórnar með Samfylkingunni.
Ég óska fulltrúum stjórnmálaflokkanna góðs gengis í þeim viðræðum og mun fylgjast áfram með þróun mála.“

DEILA