Bæjarráð Vesturbyggðar hefur samþykkt tillögu heimastjórnar Arnarfjarðar og leggur til við bæjarstjórn að umferðarhraði innan þéttbýlis á Bíldudal verði lækkaður úr 35km/klst í 30km/klst. Tilefnið er slæmt ástand í götunni Lönguhlíð sem er þannig að ekki leyfir almennan aksturshraða. Heimastjórn lagði til við bæjarráð að skoðað yrði hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til að gatan verði skilgreind sem vistgata með 15 km hámarkshraða vegna þrengsla í götunni og til að tryggja öryggi vegfarenda. Jafnframt segir heimastjórnin að brýnt sé að huga að viðhaldi götunnar sem allra fyrst.
Bæjarráð fól sviðstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að taka saman upplýsingar sem þarf til að breyta götu í vistgötu og skila inn til bæjarráðs.