Miðflokkurinn fengi mest fylgi í Norðvesturkjördæmi samkvæmt könnun Gallup sem birt var fyrr í dag. Kjördæmaþingsætin sex skiptast á sex flokka rétt eins og í síðustu könnun Maskínu.
Miðflokkurinn mælist með 18,6% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn er næstur með 16,4%, þá Samfylkingin 15,6% og Flokkur fólksins kemur á hæla hennar með 15,5%. Framsóknarflokkurinn mælist með 11,5%. Viðreisn fengi svo síðasta kjördæmaþingsætið með 9,8%. Allir fengu flokkarnir einn þingmann kjörinn.
Könnunin var unnin dagana 23. – 29. nóv. fyrir RUV og fjöldi svara er 169.