Síðdegis miðvikudaginn 27. nóvember sl. handtók lögreglan á Vestfjörðum tvo einstaklinga sem voru að koma akandi frá höfuðborgarsvæðinu til Ísafjarðar. Grunur hafði vaknað um að aðilarnir væru með fíkniefni í fórum sínum.
Aðilarnir voru færðir á lögreglustöðina á Ísafirði og framkvæmd var leit í bifreið þeirra og á þeim sjálfum. Fíkniefnaleitarhundur lögreglunnar á Vestfjörðum, Krummi, aðstoðaði við leitina. Vandlega falin fíkniefni fundust við leitina. Um var að ræða kannabisefni og kókaín í nokkru magni.
Aðilunum var sleppt að yfirheyrslum loknum. Ekki liggur fyrir játning um að efnin hafi verið ætluð til dreifingar en efnismagnið bendir til þess gagnstæða.
Lögreglan á Vestfjörðum vill nota tækifærið og hvetja alla sem búa yfir upplýsingum eða hafa grun um fíkniefnameðhöndlun að koma ábendingum um það til lögreglunnar. Það er hægt að gera með því að hringja í 112 og biðja um lögregluna á Vestfjörðum, eða með því að hringja í 444040