Maskína: sex flokkar fá kjördæmakjörinn þingmann í Norðvesturkjördæmi

Maskína birti í gær nýja könnun um fylgi flokkanna. Könnunin fór fram 22.-28. nóvember og voru svörin 2.617á landinu öllu en í Norðvesturkjördæmi voru þau 215.

Samkvæmt könnuninni munu sex flokkar fá kjördæmaþingsæti í Norðvesturkjördæmi, eitt hver.

Samfylkingin er með mest fylgi 16,4%. Stutt er í næstu flokka. Framsóknarflokkurinn er næstur í þessari könnun með 15,4%, þá Miðflokkurinn 15,1%, Sjálfstæðisflokkurinn 13,4%, Viðreisn 12,1% og Flokkur fólksins mælist með 11,9%.

Breytingar frá könnun Maskínu í síðustu viku eru helstar þær að Framsókn bætir við sig 5% og Flokkur fólksins eykur fylgi sitt um 2% sem og Vinstri grænir , en fylgið minnkar um 6% hjá Sjálfstæðisflokknum og einnig hjá Viðreisn.

Athuga ber að þegar svörin eru svona fá eru vikmörk víð og sveiflur geta verið í fylgismælingum milli vikna sem eru frekar mæliskekkjur en lýsing á raunverulegri fylgisbreytingu.

DEILA