Áhöfnin á varðskipinu Þór fjarlægði hvalhræ sem var á reki í Hvalfirði

Unnið að því að undirbúa hræið fyrir flutning.

Í frétt frá Landhelgisgæslunni kemur fram að áhöfnin á varðskipinu Þór hafi fjarlægt hvalhræ sem var á reki í miðjum Hvalfirði í gærkvöld. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk vitneskju hvalhræið síðdegis í gær eftir að vegfarandi tilkynnti lögreglu um málið. 

Varðskipið Þór var sent á staðinn og fann hvalinn laust fyrir klukkan tíu gærkvöld. Vel gekk að undirbúa hræið fyrir flutning . Stroffu var komið utan um sporð þess og að því búnu var siglt með það út fjörðinn. 

Stefnt er að því að sigla með hvalhræið djúpt út af Snæfellsnesi þar sem því verður sleppt utan sjávarfallastrauma.

IMG_5997Stroffu var komið utan um sport hvalhræsins.

DEILA