Á fundi Innviðafélags Vestfjarða á Patreksfirði í gær var kynnt skýrsla KPMG um samfélagsspor Vestfjarða. Þar er tekið saman hverjar greiðslur Vestfirðinga, einstaklinga sem fyrirtækja hafi verið á ári og að sama skapi hverjar greiðslur ríkissjóðs hafi verið inn í fjórðunginn. Mismunurinn er kallaður samfélagsspor.
Eins og sjá má á glærunni að neðan þá voru greiðslurnar á síðasta ári til ríkisins 2,06 m.kr. á hvern íbúa. Þær hafa aukist frá 2019 um nærri 40% þegar þær voru 1,49 m.kr. pr. íbúa. Spáð er að greiðslurnar haldi áfram að aukast og verði 3,09 m.kr. á hvern íbúa á Vestfjörðum árið 2028. Það yrði aukning um 52%.
Greiðslurnar 14,6 milljarðar króna á síðasta ári
Heildargreiðslurnar voru 14,6 milljarðar króna á síðasta ári en voru 10,3 milljarðar króna árið 2019. Aukningin eru 4,3 milljarðar króna. Spáð er að greiðslurnar haldi áfram að vax og verði 22,6 milljarðar króna árið 2028.
Vestfirðingar fá um helminginn til baka
KPMG hefur ekki tekið saman hvað greiðslur ríkissjóðs til fjórðungsins eru miklar á hverju ári. Þá kemur í ljós að í fyrra fengu Vestfirðir 1,14 m.kr. á íbúa árið 2023 til baka af þeim 2,03 m.kr. á íbúa sem ríkissjóur fékk.
Yfir fimm ára tímabil 2019 – 2023 fékk ríkissjóður 60,4 milljarða króna að vestan en greiddi þangað 34,9 milljarða króna. Mismunurinn er 25,5 milljarðar króna sem má kalla nettóframlag Vestfirðinga til ríkissjóðs en KPMG kallar samfélagsspor. Það mun fara að óbreyttu hratt vaxandi á næstu árum.