Ísafjarðarbær: Arna Lára í orlofi

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri fór í orlof fljótlega eftir að hún tók sæti á framboðslista Samfylkingarinnar að sögn Gylfa Ólafssonar oddvita Í – listans og formanns bæjarráðs.

„Við tókum þá ákvörðun í meirihluta Í-listans að kjósendur ættu næsta leik, og hvorki skipuðum eftirmann hennar né annan tímabundinn staðgengil en þann sem skipuritið sýnir. 

Staðgengill hennar er samkvæmt skipuriti Bryndís Ósk Jónsdóttir bæjarritari og stígur hún inn þar sem með þarf, eins og löng hefð er fyrir. Þó sinnir Arna enn nokkrum verkefnum auk þess sem ég hef tekið ýmsa fundi og leitt mál í fjarveru hennar.“

Ekki var sent út sérstök tilkynning um þetta fyrirkomulag.

Gylfi segir að Arna Lára hafi kallað á varamann á síðasta bæjarstjórnarfund, sem var í síðustu viku, og framhald setu hennar í bæjarstjórn ráðist eftir kosningar. Dæmi eru um að þingmenn sitji áfram í bæjarstjórnum, en einnig hitt að þingmenn segi af sér setu í bæjarstjórn þegar þeir taka sæti á Alþingi.   

DEILA