Fiskistofa hefur reiknað út fiskeldisgjald fyrir næsta ár sem laxeldisfyrirtækjum ber að greiða fyrir eldisfiskinn. Verður gjaldið 45,03 kr fyrir hvert kg af slátruðum eldislaxi. Fyrir regnbogasilung, ófrjóan lax eða lax í lokuðum kvíum er greitt hálft gjald.
Á þessu ári er gjaldið 30,77 kr/kg og nemur hækkunin milli ára því 46%. Fiskeldisgjaldið var sett á með lögum frá 2019 og kemur til framkvæmda í sjö áföngum og verður síðasta áfangahækkunin á næsta ári 2026.
Frá 2021 hækkar fiskeldið gjaldið úr 3,99 kr/kg í 45,03 kr/kg á árinu 2025. Það er 1.029% hækkun á fjórum árum eða rúmlega ellefuföldun gjaldsins.
Til samanburðar þá er veiðigjald, sem innheimt er af veiðum á villtum fiski, fyrir þorsk 26,66 kr./kg á yfirstandandi ári.