Föstudaginn 22.11.2024 kl. 12:10 í húsnæði Háskólaseturs Vestfjarða.
Í vísindaporti að þessu sinni mun Luca Altavilla leiða okkur í gegnum rannsóknir á notkun staðbundinna tegunda sem vistfræðivísa til að meta gæði búsvæða. Við munum einblína sérstaklega á hvernig meta má gæði strandsvæða með því að nota kortisólmagn sem vísbendingu um lífeðlisfræðilega streitu. Kortisól, hormón sem myndast sem viðbrögð við streitu, veitir mikilvægan mælikvarða á velferð tegunda og heilsu umhverfisins sem þær lifa í. Að lokum munum við sjá hvernig þessi aðferð getur verið beitt í öðru samhengi en strandsjávarumhverfi.
Luca Altavilla er doktorsnemi við Ca’ Foscari-háskólann í Feneyjum. Hann er með BA-gráðu í umhverfisvísindum og lauk, eftir nám í Ástralíu, meistaragráðu í haf- og strandvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Rannsóknir hans beinast aðallega að verndun búsvæða, endurheimt og hegðunargreiningu.
Erindið fer fram á kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða og hefst kl. 12.10. Erindinu er einnig streymt í gegnum zoom hlekk og má finna hann hér https://eu01web.zoom.us/j/69947471079
Erindið fer fram á ensku.