Á morgun, föstudag kl 17 , hefst á Dokkunni fundur sem átakið Gefum íslensku séns stendur fyrir. Umfjöllunarefnið er staða íslenskunnar sem annars máls og fulltrúar stjórnmálaflokkanna kynnaáherslur sínar.
Þátttakendur hafa verið beðnir um að nota einfaldari íslensku með að að markmiði að sem flestir geti skilið og fylgst með enda varðar málið ekki síst þá sem málið læra.
Fyrirkomulag verður svohljóðandi. Hver fulltrúi fær fimm mínútur til að gera grein fyrir afstöðu síns flokks. Dregið verður um röðina. Að því loknu býðst viðstöddum að spyrja þátttakendur spurninga.
Verður þó einn aðalspyrill sem leiða mun verði hörgull á spurningum.
Þessir aðilar hafa staðfest þátttöku:
Flokkur fólksins Bragi Þór Thoroddsen
Píratar Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir
Samfylkingin Gylfi Þór Gíslason
Sjálfstæðisflokkur Dagný Finnbjörnsdóttir
Viðreisn Gylfi Ólafsson
Vinstri græn Sigríður Gísladóttir