Mikið álag er á starfsfólki Fiskistofu vegna úthlutunnar hlutdeilda í grásleppu, að því er kemur fram á heimasíðu Fiskistofu.
Óskað er eftir því að allar fyrirspurnir varðandi úthlutunina séu sendar með tölvupósti en frestur til að gera athugasemdir við væntanlega úthlutun rennur út í dag 19. nóvember en áætlaðar hlutdeildir í grásleppu voru kynntar eigendum og útgerðararaðilum þann 4. nóvember s.l.
Ljóst er að margir eru ósáttir við þær tillögur sem fram eru komnar.
Hver endanleg úthlutun verður á næstu grásleppuvertíð fæst ekki upplýst fyrr en í byrjun apíl 2025, þegar útreikningar Hafrannsóknastofnunar liggja fyrir.
Fyrr verður ekki hægt að gefa út endanlegt aflamark.