Barentshafið: rækjukvótinn aukinn

Góðar fréttir fyrir Kampa. Mynd: Kristinn H Gunnarsson.

Norski vefurinn Fiskeribladed greinir frá því fyrir helgi að vísindaráð skipað Norðmönnum og Rússum mæli með því að rækjukvótinn í Barentshafi verði aukinn á næsta ári. Auk þessara þjóða veiða skip frá Evrópusambandinu einnig rækju á hafsvæðinu. Leggja þeir til að kvótinn verði 150 þúsund tonn sem er aukning um 7 þúsund tonn. Rækjustofninn er sagður vera stöðugur og sterkur. Norðmenn og Rússar stjórna veiðunum og hafa ekki komið sér saman um heildarveiðina. Ráðgjöf vísindamannanna hefur því takmarkað gildi.

Útgefinn kvóti á þessu ári er 143 þúsund tonn en veiðin er aðeins talin verða 83 þúsund tonn. Það er samt auking um 10 þúsund tonn frá 2023.

Rækjuverksmiðjan Kampi á Ísafirði fær stóran hluta af rækjunni frá veiðum á Barentshafi.

DEILA