Strandveiðar stundaðar frá landnámi segja smábátasjómenn

Frá löndun úr strandveiðibát í Patrekshöfn. Mynd: Patrekshöfn.

Lands­sam­band smá­báta­eig­enda og Strand­veiðifé­lag Íslands hafa sameinast um út­gáfu kynn­ing­ar­mynd­banda um strand­veiðar.

Það var Rut Sig­urðardótt­ir kvik­mynda­gerðamaður og trillu­karl sem tók síðastliðið sum­ar upp efni og voru fyrstu myndböndin sýnd aðal­fundi Landssambands smábátaeigenda sem hald­inn var í októ­ber.

Fjöldi strand­veiðisjó­manna koma fram í mynd­bönd­un­um m.a þeir Alexander og afi hans, Jón Marteinn.

Nú gerir Alexander út sinn eigin bát, Bláa Afa á meðan Jón Marteinn rær Mjóna. Þeir gera báðir út frá Bolungarvík.

DEILA