Landssamband smábátaeigenda og Strandveiðifélag Íslands hafa sameinast um útgáfu kynningarmyndbanda um strandveiðar.
Það var Rut Sigurðardóttir kvikmyndagerðamaður og trillukarl sem tók síðastliðið sumar upp efni og voru fyrstu myndböndin sýnd aðalfundi Landssambands smábátaeigenda sem haldinn var í október.
Fjöldi strandveiðisjómanna koma fram í myndböndunum m.a þeir Alexander og afi hans, Jón Marteinn.
Nú gerir Alexander út sinn eigin bát, Bláa Afa á meðan Jón Marteinn rær Mjóna. Þeir gera báðir út frá Bolungarvík.