Menntaskólinn á Ísafirði fékk afhentan Íslenskusénsinn á Dokkunni á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember. Menntaskólinn hlaut flest atkvæði í kosningu um Íslenskusénsinn.
Íslenskusénsinn – Gefum íslensku séns
Fjölmargir aðilar fengu atkvæði, bæði einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki. Er Menntaskólinn vel að verðlaununum kominn og að vel til fundið að verðlauna það sem vel er gert í málefnum íslenskunnar. Bragi Þór Thoroddsen bæjarstjóri Súðavíkur afhenti verðlaunin en Súðavík hefir stutt verkefnið með ráðum og dáðum og er og formlegur aðili þess.
Verðlaunaafhendingin var hluti af ágætri dagskrá sem fram fór á Bókasafninu Ísafirði og Dokkunni. Var dagskráin vel sótt og góður rómur gerður að henni. Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag stendur að verðlaununum og stóð að dagskránni.
Atkvæði fengu í engri sérstakri röð:
Háskólasetur Vestfjarða
Heimabyggð
Menntaskólinn á Ísafirði
Húsasmiðjan
Kómedíuleikhúsið
Dokkan brugghús
Bókasafnið Ísafirði
Lyfja
Bakarinn
Eyrarskjól
Skúli H. Mechiat Thoroddsen
Ólafur Stefánsson
Eiríkur Rögnvaldssson
Elísa Björk Jónsdóttir
Steingrímur R. Guðmundsson
Frá verðlaunaafhendingunni.
Myndir: aðsendar.