Opin bók á degi íslenskrar tungu! Laugardaginn 16. nóvember kl. 16:00 verður bókmenntavakan Opin bók haldin í Edinborgarsal Edinborgarhússins. Þetta er árviss viðburður í menningarlífnu á Ísafirði þar sem rithöfundar koma fram og lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum. Að þessu sinni má einnig gera fastlega ráð fyrir að tónlist ómi um salinn.
Boðið verður upp á kaffi og smákökur undir lestrinum. Bóksali frá Eymundsson mætir á svæðið.
Fram koma:
Brynja Hjálmsdóttir, Friðsemd
Guðlaug Jónsdóttir, Baukað og brallað í Skollavík
Guðmundur Andri Thorsson, Synir himnasmiðs
Gylfi Ólafsson, Lög frá Ísafirði
Herdís Magnea Hübner, Ég skal hjálpa þér
Ófeigur Sigurðsson, Skrípið
Staðsetning og tími: Edinborgarsal 16. nóvember kl. 16:00