Blóðsykursmæling á Ísafirði : góð þátttaka þrátt fyrir afleitt veður

Félagar í Lionsklúbbnum á Ísafirði stóðu vaktina í gær og buðu gestum og gangandi upp á ókeypis blóðsykurmælingu bæði í Neista við anddyri að Nettó og við Bónus inn í firði.

Létu þeir vel af þátttöku almennings þrátt fyrir veðri sem var ekki eins og best verður á kosið. Lions stendur fyrir þessum degi á hverju ári og býður upp á mælinguna víða um land. Klúbburinn á Ísafirði hefur verið með einna bestu þátttökuna.

Þegar Bæjarins besta átti leið hjá höfðu nokkuð á þriðja hundrað manns þegið boðið og látið mæla blóðsykurinn.

DEILA