Laugardaginn 16. nóvember kl. 16:00 frumsýnir Leikfélag Flateyrar hið æsispennandi ævintýri um Bláa hnöttinn eftir Andra Snæ Magnason. Sýnt verður í Samkomuhúsinu á Flateyri og er sýningin skemmtileg fyrir unga sem aldna.
Í þessu spennandi leikriti verða villibörnin sem búa á Bláa hnettinum logandi hrædd þegar geimskip brotlendir á plánetunni þeirra. Þar er mættur hinn galsafulli Gleði-Glaumur, sem lofar þeim endalausu fjöri og meira stuði í skiptum fyrir það dýrmætasta sem þau eiga – æskuna sína. Úr verður langhættulegasta ævintýri sem gerst hefur á Bláa hnettinum fyrr eða síðar.
Að leikritinu kemur fjöldi íbúa á Flateyri eða um 30 manns af 180! Leikararnir eru á öllum aldri, bæði grunnskólanemar, lýðskólanemar og aðrir íbúar. Leikstjóri er Helgi Grímur Hermannsson.
Formaður leikfélagsins er Steinunn Ása Sigurðardóttir.
Sýningartímar eru eftirfarandi:
Laugardaginn 16. nóvember kl. 16:00
Sunnudaginn 17. nóvember kl. 16:00
Fimmtudaginn 21. nóvember kl. 19:30
Laugardaginn 23. nóvember kl. 14:00
Sunnudaginn 24. nóvember kl. 14:00
Miðasala fer fram á MidiX.is eða hér.