Dagur íslenskrar tungu : vegleg dagskrá á Ísafirði á laugardaginn

Á laugardaginn 16. nóvember verður vegleg dagskrá á bókasafninu á Ísafirði í Safnahúsinu og á Dokkunni í tilefni af degi íslenskrar tungu.

Dagskrá hefst í Safnahúsinu kl 13 með ávarpi Peter Weiss forstöðumanns Háskólaseturs Vestfjarða sem jafnframt er stjórnarmaður í Gefum íslensku sjens. Þá koma fram Heiðrún Ólafsdóttir og Vaida Braziunaite.

Þá verður kynnt TVÍK, eða hinn tæknivæddi íslenskukennari, sem er stafrænt íslenskunámskeið sem tekur nemandann í gegnum gagnvirk og raunveruleg samtöl. Gamithra, stofnandi TVÍK fer yfir sögu verkefnisins.

KL 17 heldur dagskráin áfram en nú í Dokkunni og þar verða afhent ÍSLENSKUSÉNSINN, verðlaun Gefum íslensku séns. Bragi Þór Thoroddsen sveitarstjóri Súðavíkur afhendir verðlaunin. Dagskráinn lýkur með því að Skúli mennski flytur lög í tilefni dagsins.

DEILA