Vesturbyggð – Rauði krossinn gefur hjart­ast­uð­tæki

Rauði krossinn í Barða­stranda­sýslu afhenti Laufinu á Barða­strönd, Eyra­seli á Patreks­firði, Vind­heimum á Tálkna­firði og Muggs­stofu á Bíldudal hjart­ast­uð­tæki. Ágóði nytja­mark­aðar Rauða krossins á Patreks­firði var nýttur í kaupin á tækj­unum.

Tækin eru í eigu Rauða krossins en verða staðsett á starfsstöðvum félagsstarfanna um ókomna tíð.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins afhentu tækin í síðustu viku.

Deildinni eru færðar bestu þakkir fyrir tækin sem munu auka öryggi gesta og starfsfólks og jafnframt auka aðgengi allra íbúa að hjartastuðtækjum. Þrátt fyrir það eru vonir um að aldrei verði þörf á notkun þeirra.

DEILA