Gufudalssveit: 12,6 milljarðar króna

Nýi vegurinn um Teigskóg. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Heildarkostnaður við nýjan veg í Gufudalssveit frá Melanesi að Bjarkalundi er talinn verða 12,6 milljarðar króna samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Nýi vegurinn er um 20 km langur og styttir verulega gömlu leiðina eða um 21,6 km.

Þar af eru 7,4 milljarðar króna framkvæmdir fallnar til og það sem eftir er ásamt kostnaði ársins er talið kosta 5,2 milljarða króna.

Verkið er langt komið. Unnið er að fyllingum að tveimur brúm sem á eftir að bjóða út. Það er í raun vegarkaflinn frá Melanesi og að Hallsteinsnesi.

Verkið var samþykkt sumarið 2020 á 5 ára samgönguáætlun og segir þar að verkið sé 25,8 km langur vegur sem kosti 1.1. 2020 samtals 7.200 m.kr.

Verklok voru áætluð 2023 en eru nú í óvissu þar sem fjármagn vantar til þess að bjóða út lokaáfangann, brúarsmíðina. Ólíklegt er að því ljúki fyrr en 2026.

DEILA