Innviðafélagið: opinn fundur um samgöngumál á Ísafirði

Alþýðuhúsið á Ísafirði.

Innviðafélag Vestfjarða verður með opinn fund með oddvitum framboðanna í Norðvesturkjördæmi mánudaginn 11. nóvember í Alþýðuhúsinu á Ísafirði og hefst fundurinn kl 17.

Fundarefnið er samgöngur á Vestfjörðum, samgöngubætur, samgönguáætlun, og þær hugmyndir sem fram hafa komið hjá Innviðafélagi Vestfjarða um sérstakan samgöngusáttmála – Vestfjarðalínu.

Gísli Freyr Valdórsson, stjórnandi hlaðvarpsins Þjóðmála, og Stefán Einar Stefánsson, ritstjóri Spursmála Morgunblaðsins, stýra umræðum.

Þá mun fundurinn vera í beinni útsendingu á risa skjá á Skútanum á Patreksfirði.

Opið öllum, ókeypis inn.

DEILA