Bíldudalsvegur : ekki vetrarþjónusta

Vestfjarðavegur á Dynjandisheiði og Bíldudalsvegur. Mynd: skipulag.is

Í gær tilkynnti Vegagerðin um tveggja tonna ásþunga á Bíldudalsvegi frá Bíldudalsflugvelli að Helluskarði.

Bríet Arnardóttir yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni á Patreksfirði segir að þessi vegur sé ekki í vetrarþjónustu en er opinn með þessum þungatakmörkunum meðan veður og færð leyfir. Laxaflutningur frá svæðinu, en sláturhúsið er á Bíldudal, fer aðrar leiðir yfir vetrartímann svo takmarkaður ásþungi stöðvar ekki þá flutninga.

DEILA