Hundahreinsun fer nú fram víða á Vestfjörðum.
Árleg hundahreinsun verður á dýralæknastofu Helgu á Ísafirði kl. 16-18 dagana 13.-15. nóvember.
Engrar tímapöntunar er þörf, allir skráðir hundaeigendur geta mætt með hunda sína og fengið þá hreinsaða.
Fimmtudaginn 7. nóvember fer fram lögbundin hunda- og kattahreinsun í Reykhólahreppi. Hreinsunin fer fram í áhaldahúsi sveitarfélagsins kl. 16 – 18.
Ida Bergit Rognsvaag sinnir hreinsun á hundum og köttum á Hólmavík fimmtudaginn 21. nóvember n.k. í Áhaldahúsinu milli kl. 16:00 og 18:00.