Drangavík: Hæstiréttur samþykkti áfrýjunarleyfi

Landamerki Drangavíkur sem Héraðsdómur og Landsréttur dæmir rétt.

Hæstiréttur hefur fallið á erindi nokkurra eigenda jarðarinnar Drangavíkur sem eiga 61% jarðarinnar um leyfi til þess að áfrýja dómi Landsréttar frá 27. júní 2024 í máli nr. 488/2022 til Hæstaréttar.

Mál þetta varðar landamerki jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi gagnvart nálægum jörðum. Ágreiningur er einkum um landamerki gagnvart jörðunum Engjanesi og Ófeigsfirði. Leyfisbeiðendur eru eigendur 61% hluta Drangavíkur en gagnaðilar eru sameigendur þeirra að jörðinni og eigendur nærliggjandi jarða.

Landsréttur staðfesti héraðsdóm um sýknu gagnaðila af kröfum leyfisbeiðenda um tiltekin landamerki og staðfesti niðurstöðu dómsins um landamerki jarðanna Engjaness og Drangavíkur. Héraðsdómur var þó ekki staðfestur um greiðslu gagnaðila Ásdísar Virk Sigtryggsdóttur, Karls Sigtryggssonar og Sigríðar Sveinsdóttur á málskostnaði í héraði þar sem aðrir gagnaðilar féllu frá málskostnaðarkröfu í héraði á hendur þeim við flutnings málsins fyrir Landsrétti. Þau höfðu verið meðal stefnenda í héraði en stóðu ekki að áfrýjun málsins til Landsréttar.

Landsréttur taldi að við skýringu á landamerkjabréfum jarðanna væri rétt að leggja til grundvallar að Eyvindarfjarðará réði merkjum Ófeigsfjarðar frá upptökum til ósa. Þá var við skýringu orðanna „eptir hæstu fjallsbrún“ í landamerkjabréfi Engjaness lagt til grundvallar að átt væri við vatnaskil. Síðari tíma gögn voru ekki talin geta breytt því hvernig skýra bæri landamerkjabréf jarðanna. Landsréttur taldi einnig að ráða mætti af gögnum frá vatnamælingasviði Veðurstofu Íslands að kröfugerð gagnaðila Felix von Longo-Liebenstein um merki jarðanna Engjaness og Drangavíkur tæki mið af vatnaskilum.

Í ákvörðun Hæstaréttar segir að úrslit málsins geti haft verulegt almennt gildi meðal annars um sameign, samaðild og túlkun 4. mgr. 18. gr. laga nr. 91/1991. Þá kann niðurstaða Landsréttar um ákvörðun málskostnaðar að vera í ósamræmi við lög. Beiðni um áfrýjunarleyfi er því samþykkt.

Búist er við því að málsmeðferð fyrir Hæstarétti geti tekið 6 – 12 mánuði.

Það sem er undir í málinu er Hvalárvirkjun. Málshöfðendur leggjast gegn virkjuninni og vilja koma í veg fyrir hana. Gera þeir kröfu til þess að jörð þeirra eigi land sem er í eigu Engjaness og Ófeigsfjarðar og .ar með virkjunarréttindi.

Bæði Héraðsdómur og Landsréttur hafa hafnað kröfunum.

DEILA