Málþing um hreyfingu 60 ára og eldri

Þann 19. nóvember næstkomandi verður haldið málþing um hreyfingu 60 ára og eldri, sem ætlað er fagaðilum á landinu er koma að stjórnun, þjálfun og heilsueflingu eldra fólks. Yfirskrift málþingsins er Hreyfing 60+

Málþingið fer fram í sal Menntaskóla Borgarfjarðar, Hjálmakletti, við Borgarbraut 54 í Borgarnesi og stendur yfir frá kl.12.00 til 16.00. 

Málþingið er opið öllum og aðgangur ókeypis en nauðsynlegt er að skrá mætingu. 


Drög að dagskrá, með fyrirvara um breytingar.

11:40 Salur opnar og léttar veitingar
12:00 Málþing sett af fundarstjórum
12:10 Hildur Guðný Ásgeirsdóttir: Heilsueflandi efri ár
12:30 Sigríður Arndís Jóhannsdóttir: Samþætting félagsmiðstöðva og hreyfiúrræða
12:50 Guðmunda Ólafsdóttir og Emilía Halldórsdóttir: Sprækir Skagamenn
13:10 Sjúkraþjálfari: Þjálfunaraðferðir – Jafnvægi og byltuvarnir
13:30 Heilsugæslan: Heilsufarsmælingar og hreyfiseðlar
13:50 Svavar Knútur: Einmannaleiki og einangrun
14:00 Heilsuhlé
14:10 Kynning á vinnustofu
14:10 Vinnustofa hefst
14:45 Vinnustofu lýkur
14:50 Samantekt úr vinnustofum
15:00 Svavar Knútur slær á létta strengi
15:00 – 16:00 Umræður og kaffiveitingar

Streymi verður fyrir þá sem ekki eiga möguleika á að mæta á málþingið. Nánari upplýsingar um það síðar.

DEILA