Bókaútgáfan Bjartur hefur gefið út bókina Geir H. Haarde – Ævisaga
Í bókinni veitir Geir einstaka innsýn í baksvið stjórnmálanna, meðal annars mánuðina örlagaríku haustið 2008, og er óhætt að segja að þar komi ýmislegt á óvart.
Hann fjallar einnig ítarlega og gagnrýnið um landsdómsmálið.
Geir styðst við margvísleg gögn úr sínu einkasafni sendibréf, tölvupósta, símskeyti, smáskilaboð, minnisblöð og dagbækur en einnig myndir. Fæst af því hefur áður komið fyrir almenningssjónir.
Ævisaga Geirs H. Haarde er stórmerkileg og sætir tíðindum að sögn útgefanda.