Basknesk hátíð tileinkuð Íslandi

Haizebegi hátíðin í Bayonne í Baskahéruðum Frakklands og Spánar stóð frá 3.- 13. október s.l. og var dagskráin fjóra síðustu daga hátíðarinnar tileinkuð Íslandi.

Íslenskt lista- og fræðafólk var áberandi í dagskránni fjóra síðustu daga hátíðarinnar með Baskavinafélagið í fararbroddi. Haizebegi er samstarfsaðili Baskavinafélagsins í Baskaverkefninu sem styrkt er af Creative Europe og voru aðrir samstarfsaðilar, Albaola í Pasaia og Háskólasetur Vestfjarða, einnig þátttakendur á hátíðinni.

Meðal atriða frá Íslandi voru kvartettinn Umbra Ensemble og Elfar Logi Hannesson sem flutti Sanna frásögu Jóns lærða á íslensku, en textað var á basknesku. Fjölskyldan frá Djúpavík fjölmennti á hátíðina sem fór fram bæði í Bayonne og í fornbátasafni Albaola í Pasaia, í útjaðri San Sebastian.

Fyrsti áfangi Baskaseturs var opnaður í Djúpavík í vor í samstarfi þessara aðila og verður formleg opnuð Baskaseturs næsta sumar.

Nánari upplýsingar á vef Baskavinafélagsins :

https://baskavinir.is/

Elfar Logi Hannesson á basknesku hátíðinni.

Myndir: aðsendar.

DEILA