Verðbólga lækkar – óvissa með áhrif kílómetragjalds

Bílaumferð í Íran. Mynd: Vísindavefur H.Í.

Verðbólga lækkar um 0,3 prósentustig milli mánaða og mælist nú 5,1 prósent.

Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í október 2024, er 634,1 stig og hækkar um 0,28 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 510,8 stig og hækkar um 0,29 prósent frá október 2024.

Í tilkynningu á vef Hagstofunnar segir að verð á mat hafi hækkað um eitt prósent og haft 0,13 prósenta áhrif á mælinguna, og flugfargjöld til útlanda hækkað um 6,6 prósent, áhrif 0,12 prósent.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,1 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,8 prósent.

Ef ol­íu­gjald eða önn­ur vöru­gjöld af eldsneyti eru lækkuð eða felld niður hef­ur það áhrif til lækk­un­ar á vísi­tölu neyslu­verðs.

Varðandi áhrif­in af upp­töku kíló­metra­gjalds er fáum for­dæm­um fyr­ir að fara í þeim efn­um og svarið við því fyr­ir vikið ekki jafn aug­ljóst, að því er seg­ir á vef Hag­stof­unn­ar. 

DEILA