Gjaldfrjálsar skólamáltíðir, sem samið var um í kjarasamningum fyrr á árinu, munu kosta Ísafjarðarbæ 4,1 m.kr. á þessu ári segir Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri.
Viðauki 12 við fjárhagsáætlun ber með sér að framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði 16,5 m.kr en að tekjutap í kjölfar þess að hætta að innheimta fyrir skólamáltíðirnar verði 13,5 mkr. Niðurstaða viðaukans er því að fjárhagsstaðan batnar um 3 m.kr.
Arna Lára segir að veruleikin sé annar. Í raun þýði málið ný útgjöld upp á 4,1 m.kr. sem sé 25% hlutur Ísafjarðarbæjar í kostnaði við breytinguna. Ríkið greiði 75% kostnaðar í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Skýringin á þessu er að um vanáætlun á tekjum fyrir skólamáltíðir var að ræða í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar. Ef þessi kerfisbreyting hefði ekki verið tekin upp hefðu tekjur bæjarins orðið 20,6 m.kr. í stað 13,5 m.kr.