Fyrirlestur um forvarnir gegn fíkniefnum í dag

VáVest býður foreldrum unglinga og öðrum áhugasömum á fyrirlestur um forvarnir gegn fíkniefnum þriðjudaginn 29. október kl. 17:00 á sal Menntaskólans á Ísafirði.

Hildur H. Pálsdóttir hefur farið í marga grunnskóla og framhaldsskóla með fyrirlestur um forvarnir gegn fíkniefnum. Hún nýtir eigin reynslu en hún missti 15 ára gamla dóttur sínu úr neyslu fíkniefna.

Hildur mun einnig hitta nemendur í 9. bekk á norðanverðum vestfjörðum og 1. bekk í Menntaskólanum á Ísafirði á fimmtudaginn með þessa áhrifaríku fræðslu.

Notum tækifærið, fræðumst, spjöllum og vinnum saman að forvörnum ungmenna.

VáVest er hópur fag- og áhugafólks um forvarnir á sviðum áfengis- og vímuvarna.

DEILA