Ný Maskínukönnun: Miðflokkurinn stærstur og Sjálfstæðisflokkurinn úti í Norðvesturkjördæmi

Ingibjörg Davíðsdóttir yrði fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis ef úrslit alþingiskosninganna yrðu í samræmi við könnun Maskínu.

Ný könnun Maskínu var birt í hádeginu. Samkvæmt henni eru Viðreisn og Flokkur fólksins í sókn á landsvísu og VG og Píratar fá ekki þingmann kjörinn.

Í Norðvesturkjördæmi er áfram mikil dreifing á kjörfylginu og fá fimm flokkar þingsæti. Miðflokkurinn mælist stærstur með 20,8% atkvæða og fengi tvo kjördæmaþingmenn. Flokkur fólksins fengi 15,8% atkvæða, Samfylkingin 15,7%, Framsóknarflokkurinn 15,0% og Viðreisn 9,8%. Þessir fjórir flokkar fengju eitt þingsæti hver.

Sjálfstæðisflokkurinn fengi ekki kjördæmakjörinn þingmann með aðeins 9,6% atkvæða og hefur ekki áður mælst svo lágur í könnun í Norðvesturkjördæmi.

VG mælist aðeins með 2,2% og Píratar 2,9% atkvæða skv. könnuninni. Sólsíalistaflokkurinn mælist með 3,4% fylgi. Enginn þeirra nær þingsæti.

DEILA