Þingeyri: nýr björgunarbátur

Fjöldi Dýrfirðinga fögnðu nýja björgunarbátnum.

Á laugardaginn tók björgunarsveitin Dýri á Þingeyri í notkun nýjan harðbotna björgunarbát, sem hlaut nafnið Stefán í höfuðið á sr Stefáni Eggertssyni sóknarpresti á Þingeyri sem bjó á Þingeyri frá 1950 til dauðadags 1978. M.a. starfaði hann mikið að slysavarna og björgunarmálum með mörgum góðum mönnum.

Báturinn er er af Atlantic gerð frá RNLI í Bretlandi og var áður í notkun hjá björgunarsveitinni Ársæli í Reykjavík. Nýi báturinn er nokkuð yngri en sá sem fyrir var og með meira vélarafl.

Það var sr Fjölnir Ásbjörnsson sem gaf bátnum nafnið og meðal viðstaddra var sonur Stefáns Eggert Steánsson.

Kristján Gunnarsson, sr. Fjönir Ásbjörnsson og Eggert Stefánsson.

Nýi báturinn sem hlaut nafnið Stefán.

Myndir: Halldór J. Egilsson.

DEILA