Óbreytt hjá Framsókn

Stefán Vagn Stefánsson alþm.

Kjördæmissamband Framsóknar í Norðvesturkjördæmi hefur samþykkt framboðslista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi á fjölmennu aukaþingi sambandsins rétt í þessu.

Í fyrsta sæti er Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður og varaformaður fjárlaganendar, Skagafirði

Í öðru sæti er Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður, Borgarfirði

Í þriðja sæti er Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður, Ísafjarðarbæ

Í fjórða sæti er Ragnar Baldvin Sæmundsson, oddviti Framsóknar á Akranesi

Í fimmta sæti er Þorgils Magnússon, varaþingmaður, Húnabyggð

Stefán Vagn Stefánsson oddviti listans sagði af því tilefni: Það er heiður að leiða þennan öfluga og reynslumikla hóp Framsóknarfólks úr kjördæminu. Við hlökkum til að hitta kjósendur næstu daga og vikur fram að kosningum. Framsókn er og verður öflugur samvinnuflokkur með sterkar rætur í kjördæminu og við ætlum að halda okkar þrem þingmönnum í kjördæminu.

Listi Framsóknar í NV í heild sinni:

SætiNafn Starfsheiti Staður 
1Stefán Vagn StefánssonAlþingismaðurSauðárkróki 
2Lilja Rannveig SigurgeirsdóttirAlþingismaðurBorgarnesi
3Halla Signý KristjánsdóttirAlþingismaðurFlateyri 
4Ragnar Baldvin Sæmundsson BæjarfulltrúiAkranesi 
5Þorgils Magnússon byggingatæknifræðingurBlönduósi 
6Gunnar Ásgrímsson  KennaranemiSauðárkróki
7Steinunn GuðmundsdóttirVélvirkjanemi og nemi í Véliðnfræði við HRAkranesi 
8Garðar Freyr VilhjálmssonMjólkurfræðingurDalabyggð
9Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir Málstjóri farsældarbarna Bolungarvík 
10Sigurbjörn Rafn Úlfarsson FramkvæmdastjóriHólmavík
11Gauti Geirsson FramkvæmdastjóriÍsafirði 
12Jóhanna María SigmundsdóttirStaðgengill sveitastjóraDalabyggð
13Elsa Lára Arnardóttir Aðstoðarskólastjóri Akranesi 
14Sveinn Bernódusson StálsmíðameistariBolungarvík 
DEILA