Súgandafjörður: samið við Verkhaf ehf um snjómokstur

Suðureyri vorið 2020. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur ákveðið að semja við Verkhaf ehf um snjómokstur á Suðureyri í Súgandafirði.

Tvö tilboð bárust, frá Verkhaf og Gröfuþjónustu Bjarna ehf. Metin voru þrjú atriði og gilti verðtilboðið 70%, þyngd moksturstæki 25% og hestaflafjöldi 5%.

Gröfuþjónusta Bjarna bauð lægra verð á klst eða 12.903 kr. Verkhaf ehf bauð 14.516 kr. án vsk. Verhaf hlaut 192 stig samtals en Gröfuþjónusta Bjarna 188 stig.

Samningur gildir til 30. apríl 2027 og mögulegt er að framlengja samninginn um 2 ár.

Málið fer til bæjarstjórnar til staðfestingar.

DEILA