Laxeldi á Vestfjörðum: 3.522 tonn í september

Laxeldi Arctic Fish í Arnarfirði.

Alls var 3.522 tonnum af eldislaxi slátrað á Vestfjörðum í septembermánuði. Í Drimlu í Bolungavík var slátrað 2.056 tonnum og 1.466 tonn fóru í gegnum húsið á Bíldudal.

Verð á eldislaxi á erlendum mörkuðum er lágt í septembermánuði og er útflutningsverðmætið því áætlað tæplega 3 milljarðar króna. Aðra mánuði ársins er verðið hærra og allt að 70-80% hærra þegar það er hæst. Engu að síður skilaði laxeldið 700 -800 m.kr. á viku í útflutningsverðmætum í síðasta mánuði.

DEILA