Arna Lára áfram bæjarstjóri

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri.

Gylfi Ólafsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar segir að Arna Lára verði áfram bæjarstjóri fram að kosningum og þangað til muni kjörnir fulltrúar og embættismenn hlaupa undir bagga. Hann vill ekkert segja um framhaldið eftir kosningar. „Ég óska henni alls hins besta í uppstillingunni og kosningunum, enda hefur samstarf okkar verið með miklum ágætum.“

Gylfi svaraði ekki spurningu Bæjarins besta um það hvort hann myndi taka við starfinu.

Arna Lára sagði að ákvörðun um framboð væri tekin í góðu samtali við hennar fólk í Í-listanum. „Við tökum bara eitt skref í einu og sjáum hvernig málin þróast næstu daga. Stjórn bæjarins gengur vel og ekkert sem knýr á um breytingar að svo stöddu, enda hefur listi Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi ekki verið samþykktur.“

DEILA