Útreikningur á hlutdeild skipa í grásleppu mun liggja fyrir í byrjun nóvember

Alþingi samþykti í júní s.l. frumvarp til laga um kvótasetnngu grásleppuveiða og tóku lögin gildi 1. september.

Aflahlutdeild einstakra skipa er ákveðin með tilliti til veiðireynslu sem fengist hefur á grundvelli réttar til grásleppuveiða á árunum 2018 – 2022, að árinu 2020 undanskildu.

Einungis fiskiskip undir 15 brúttótonnum fái úthlutað grásleppuleyfi.

Landinu er skipt í fimm staðbundin veiðisvæði og eru Vestfirðir og Breiðafjörður eitt svæði.

Samkvæmt lögunum skal Fiskistofa úthluta aflahlutdeild á skip á grundvelli veiðireynslu og gerir Fiskistofa ráð fyrir því birta áætlaða hlutdeild skipa í byrjun nóvember.

DEILA