Sjálfstæðisflokkurinn: Teitur Björn ekki í efstu sætum

Ólafur Adolfsson.

Sjálfstæðisflokkurinn í Norðvesturkjördæmi hefur lokið því að skipa í fjögur efstu sætin á framboðslista flokksins til næstu alþingiskosninga. Nýtt fólk skipar öll fjögur sætin. Ólafur Adolfsson, lyfsali á Akranesi verður í efsta sæti, Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri í Dalabyggð verður í 2. sæti og hafði hann betur gegn Teiti Birni Einarssyni alþm. í kosningu um sætið með 93 atkvæðum gegn 65.

Í þriðja sætu verður Aukur Kjartansdóttir, Ólafsvík og Dagný Finnbjörnsdóttir, Ísafirði skipar 4. sætið.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk tvo þingmenn kjörna í síðustu alþingiskosningum, Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur og Harald Benediktsson. Haraldur hætti á kjörtímabilinu og tók við starfi bæjarstjóra á Akranesi og sæti hans á Alþingi tók Teitur Björn Einarsson. Þórdís Kolbrún flutti sig um kjördæmi og hyggst bjóða sig fram í Suðvesturkjördæmi.

DEILA