Bento Box Trio í Edinborgarhúsinu í kvöld

Bento Box Trio heldur tónleika í Edinborgarhúsinu í kvöld föstudaginn 18. október. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og fara fram í Bryggjusal.

Með einstakri hljóðfæraskipan og sándi/hljóðheimi hefur Bento Box Trio skapað sér nafn sem ein af mest spennandi ungu djass hljómsveitum Noregs. Með spuna í fyrirrúmi sækir tónlistin innblástur í klassíska- og samtímatónlist sem og frjálsa djassinn. Tónlist þeirra mótast í gegnum melódískar tónsmíðar, sem þróast enn frekar í grípandi landslag; frá hinu viðkvæma og melankólíska til hins ákafa og áleitna.

Þau hafa þegar leikið á mörgum helstu djasssenum í Noregi, svo sem Oslojazz, Moldejazz, Vossajazz og Victoria Nasjonal Jazzscene. Síðastliðið sumar spilaði Bento Box Trio til úrslita í Jazzintro 2022, keppni um efnilegustu djasshljómsveitir Noregs. Þar heilluðu þau dómnefndina með samspili, frumlegum hljómi og tjáningu og sterkri miðlun.

Bento Box Trio:
Tuva Halse – fiðla
Benjamín Gísli Einarsson – píanó
Øyvind Leite – trommur

Miðaverð, 3.000 kr.

DEILA