Auður Kjart­ans­dótt­ir gef­ur kost á sér í 3. sæti á lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í NV kjördæmi

Auður Kjart­ans­dótt­ir sem er bæj­ar­full­trúi í Snæ­fells­bæ, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. sæti á lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi.

Auður er bú­sett í Ólafs­vík en er alin upp í Stykk­is­hólmi.

Hún er fjár­mála­stjóri hjá Fisk­markaði Íslands, bæj­ar­full­trúi í Snæ­fells­bæ, stjórn­ar­formaður Brú­ar líf­eyr­is­sjóðs og stjórn­ar­maður hjá Lands­sam­tök­um líf­eyr­is­sjóða.

„Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í 3. sæti á lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi. Ég brenn fyr­ir mál­efn­um sam­fé­lags­ins, mig lang­ar til að leggja mitt af mörk­um og hafa áhrif á nýj­um vett­vangi,“ seg­ir í til­kynn­ingu Auðar til fjöl­miðla.

DEILA