Samband íslenskra sveitarfélaga hefur stefnt Kennarasambandi Íslands fyrir félagsdóm. Sambandið telur boðun verkfalls í fjölda skóla ólögmæta þar sem engin kröfugerð liggi fyrir í kjaradeilunni.
Þetta staðfestir Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, í samtali við Vísi.
Kennarar hafa boðað verkfall í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum framhaldsskóla og einum tónlistarskóla á Ísafirði, sem hefst að óbreyttu þann 29. október.