Ísafjarðarbær: Eyrarskjól kostnaður hækkar um 12 m.kr.

Leikskólinn Eyrarskjól. Mynd: Isafjordur.is

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt viðauka við fjárhagsáætlun ársins þar sem einingarverð vegna Eyrarskjóls sem Hjallastefnan rekur hækka frá og með síðustu áramótum. Hækkunin nemur 22 m.kr. fyrstu 9 mánuði ársins en vegna lægri dvalargilda, eins og það heitir í viðaukanum, verður kostnaður október til áramóta lægri svo heildarhækkunin yfir árið er 12 m.kr. og kostnaðurinn við þjónustukaupin verður 280 m.kr.

Þá er fjárveiting til Grunnskóla Ísafjarðar hækkuð um 8,2 m.kr. Skýringin er að til stóð að skoða möguleikann á að kaupa þjónustu fyrir Grunnskólann á Ísafirði en þegar leið á árið var talið heppilegra að ráða starfsfólk í verkið. Ekki kemur fram hvaða þjónustu er um að ræða.

Heildarútgjaldahækkunin í viðaukanum er 20,2 m.kr. sem er mætt með lækkun á rekstrarafgangi.

Viðaukinn verður tekinn til endanlegrar afgreiðslu á næsta bæjarstjórnarfundi.

DEILA