Bolungavík: bæjarstjórn vill tvöföldun Vestfjarðaganga sem fyrst

Vestfjarðagöng. Munninn í Breiðadal.

Í síðustu viku tók bæjarstjórn Bolungavíkur undir samþykkt bæjarráðs um knýjandi þörf fyrir breikkun Vestfjarðaganga.

Í bókun bæjarstjórnar , sem samþykkt var í einu hljóði, segir að staðan í jarðgangamálum á Vestfjörðum sé óboðleg og að hraða þurfi uppbyggingu jarðganga í fjórðungnum.

Athygli vekur að ályktað er um breikkun gangannna allra, þar með talið göngin til Súgandafjarðar, en ekki bara breikkun Breiðadalsleggs þeirra.

„Bæjarstjórn Bolungarvíkur lýsir miklum áhyggjum yfir stöðu öryggis í samgöngumálum á Vestfjörðum í kjölfar hættuástands sem átti sér stað vegna bruna í langferðabíl rétt utan við gangnamuna Vestfjarðaganga. Staðan í jarðgangnamálum á Vestfjörðum er óboðleg og lýsir bæjarstjórn Bolungarvíkur yfir þeirri afstöðu sinni að hraða þurfi uppbyggingu jarðganga á Vestfjörðum, þ.m.t. tvöföldum
Vestfjarðagangna sem allra fyrst.“

DEILA