Ísafjarðarbær: 241 m.kr. auknar tekjur af skemmtiferðaskipum

    Hafnarstarfsmenn við síðasta skipið í sumar. Mynd: Ísafjarðarhöfn.

    Fram kemur í minnisblaði fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar að samkvæmt útkomuspá fyrir árið verði rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins jákvæð um 680 m.kr. sem er 201 m.kr. betri afkoma en samvæmt fjárhagsáætlun að teknu tilliti til viðauka.

    Skýrist afkomubatinn einvörðungu af auknum tekjum af komu skemmtiferðaskipa en þær eru 241 m.kr. Þá er hagnaður af sölu eigna 24 m.kr. meiri en áætlunin gerðir ráð fyrir.

    Á móti kemur að rekstrargjöld eru 57 m.kr. hærri og munar þar mest um að launakostnaður er 40 m.kr. umfram áætlun.

    Laun og tengd gjöld eru langstærsti útgjaldaliðurinn, 3,5 milljarðar króna af 6,2 milljarða kr. heildarútgjöldum.

    DEILA